Friday, August 30, 2013

Gamalt og útrunnið

Í gömlu myndavélinni hans pabba leyndist útrunnin slidesfilma sem ég hafði sett í fyrir mörgum árum og gleymt. Ég kláraði hana loksins á Búðum og endurnýjaði kynni mín við gömlu vélina um leið. Slides hentaði kannski ekkert sérstaklega í kvöldmyndatöku en tunglið hjálpaði til.
Meiri sumar-Búðir hér og hér

Wednesday, August 28, 2013

Með leyfi

Síðan í vor þegar ég gerðist fastagestur Vesturbæjarlaugar snemma morguns í nokkrar vikur. 
 Líka hér.

Tuesday, August 27, 2013

Þurrt að kalla...

Í einskærri gleðivímu yfir því að það hafði verið þurrt í rúma klukkustund í gærkvöldið, ákvað ég að halda upp á tímamótin með því að skella sængunum út á svalir til viðrunar. Til þess eins að láta rigna á þær nokkrum mínútum síðar og gleyma þeim of lengi og sofa með teppi en ekki nýviðraða sæng og sparka í svalahurðina einmitt þess vegna eða af því að ég þurfti að opna hana fast með fætinum.
Þá þurfti ég aðeins að rifja upp góðar stundir hér og þar, með íslenska fánanum og allt.

Monday, August 26, 2013

Sumar-Búðir

Sumarið sem kom seint og fór snemma var gott á meðan það var.
Þessar myndir voru teknar á Búðum á Snæfellsnesi þar sem við fögnuðum pappírsbrúðkaupsafmæli okkar í boði góðra vina.
Takk vinir*