Thursday, January 5, 2012

Þurrt að kalla



Tréð sem einu sinni var svo fjarska fínt er farið að minna óþægilega mikið á þurrskreytingu þessa dagana. Það ilmar samt vel og ég þrjóskast við að hafa jól í nokkra daga í viðbót.

3 comments:

Ása Ottesen said...

Sama hér...okkar er alveg að deyja en fær að vera aaaaðeins lengur.
Fallegt skrautið þitt**

ólöf said...

Mikið var tréð ykkar fallegt. Ég hélt upp á jólin á Spáni. Tilhugsunin um jól í útlöndum var fyrst svolítið erfið fyrir íslenska jólabarnið mig, en svo vorum við með þetta ljómandi fína rósmarín jólatré í stofunni og ýmis falleg kertaljós. Jólin voru góð. Seint og síðar meir: Gleðileg jól :) og nýtt ár!

Augnablik said...

Ókei ég gafst upp rétt í þessu og tók allt af skrælnuðu hríslunni;)

Jólin á Spáni hljóma mjög vel, já og gleðilegt nýtt ár*