Saturday, October 10, 2009

Mundu það...













Ég verð alltaf jafn hissa að sjá fyrsta snjóinn og í minningunni var það einhvernvegin í desember...í versta falli nóvember.
Samkvæmt dagatalinu er fyrsti vetrardagur ekki fyrr en í lok október en samkvæmt þessu sama dagatali eru bara tvær árstíðir á Íslandi. Veturinn og sumarið, sem hefst að sjálfsögðu í apríl.
Þessar myndir eru fyrir þá sem efast um að haustið hafi nokkurn tíman komið þetta árið.
Dagurinn þegar allt small saman... birtan,lyktin og litirnir.
Í minningunni er haustið alltaf svona fyrir mér.
Allt hitt er ekki tekið.

6 comments:

Fjóla said...

Ætlaði einmitt að segja það áður en ég sá textann þinn að svona er minningin um haustið, fann meira segja alveg svona húfu og trefla kulda þegar ég skoðaði þær :)
Alltaf svo ótrúlega fallegar myndirnar þínar og gefa svo rétta mynd, hehe, getur ekki annað en verið mynd, af öllum sm er að gerast í kringum þig, og það er alltaf gott veður hjá þér, pant fara alltaf með þér út í göngu :)

xoxo

Augnablik said...

Ohh Takk Fjóla mín góð*
já, alveg stilla og sól og góða lyktin og litirnir madre mia!
Við verðum að skella okkur saman í góðaveðursgöngu einn góðan veðurdag;)
Ást
xxx

Harpa Rut said...

Við fórum einmitt í svona göngu á sunnudegi og það var eitthvað svo ótrúlega fullkomið. Mér finnst haustið fallegasti tími ársins þegar því hentar að hafa logn. Það er alveg einstök tilfinning.

Augnablik said...

Já það er alveg einstök tilfinning (eins og kókakóla;)og manni finnst allt svo magnað og fallegt og trúir ekki að þetta sé sami staður og til dæmis í beljandi rigningu og stormi.

Haustið ætlast líka ekki til eins mikils af manni og sumarið sem getur stundum verið soldið stressuð týpa...sorrí summer*

Thorhildur said...

myndirnar þínar eru yndislegar!

Augnablik said...

Þúsund þakkir!***