Tuesday, February 10, 2009

Bláar myndir





Allar ljósbláar nema ein.
Plastið er frekar vinsælt í skólanum og krakkarnir fá ekki nóg af snúningseyrnalokkunum sem þau gefa mömmum sínum, vinkonum,frænkum og sjálfum sér. Sorrí mömmur, tek þetta á mig en hvað getur maður sagt þegar hjartabræðandi bréf fylgja með: "Elsku mamma þetta eru einstakir eyrnalokkar sem ég gerði bara fyrir þig og ég lét alla mína ást í þá.
Þinn..."
Draumur í dós.

8 comments:

Anonymous said...

Hvað ég hefði viljað hafa þig sem kennara í smíði í stað þess að brenna stafina mína í spónarplötu hér í denn. Vera svo rekin í kaupbæti. Held að mamma mín hefði líka viljað hafa þig sem kennarann minn. Gvuð hvað maður hefði verið smartari á árunum 80 og ...

Held engin mamma álasi þér fyrir þessa snilld.

Augnablik said...

Krakkarnir spyrja einmitt stundum hvers vegna við notum svona lítið brennipenna og þá segi ég þeim sorgarsöguna af krökkunum(þar á meðal mér) sem fengu bara að gera brennipennamyndir og saga út lunda eftir forskrift kennarans og mamma þeirra fékk þrennt af öllu, af því hún átti 3 börn o.s.frv.
Þau minnstu gera síðan svona hálsmen sem þau bera stolt.
Já ég vona að mömmurnar fyrirgefi mér ;)
xxx

Anonymous said...

Unnur, Unnu af hverju ertu svona blááááhh!

hihi, já sammála ofangreindum, vá hvað ég hefði viljað hafa þig sem smíðó úlala!
ég þurfti alltaf að finna upp á öllu sjálf ef átti að fara út af sporinu svo var heilaleysið svo mikið hjá smíðakennurunum að ansi oft voru þær uppskriftir kóperaðar fyrir yngri árganga
hmm spurning um royalties :P
knús
seli

Augnablik said...

Út af sporinu!!!Mér þykir þú nú aldeilis hafa haft fleppaðann smíðakennara(kannski pínu tipsí giska ég)og átt jafnvel inni höfundarlaun..tékkar á því;)
Man ekki nokkurntímann eftir að hafa gert nokkurn skapandi hlut hehe fattaru,skapandi..ehh oink,oink
xxx
Kozzar

Anonymous said...

Já jesús blessaði brennipenninn -sem reyndar var góð lykt af ... þ.e. þegar maður var búinn að teikna ofan í línurnar sem kennarinn hafði teiknað á dótið sem maður sagaði út eftir hans blýantsteikningum!

Hver man t.d. ekki eftir hestinum góða sem stóð á svona standi - gaman að eiga svoleiðis t.d. sem stofustáss!

Rosalega ertu skemmtilegur smíðakennari :)

Kv. Bryndís

Anonymous said...

Mmm já brennipennalykt er góð og furulykt. Ég viðurkenni að heit plastlykt er ekkert spes en efnið býður upp á óendanlega möguleika eins og reyndar allt hitt efnið;)Hehe já hesturinn,geirfuglinn,hvalurinn...
samt fannst mér furðu gaman í smíði.
Var annars að skoða nýjasta gullið þitt og verð alveg sjúk. Kíki við einn daginn og gef henni pakka;)
ÁSt og hlýja
xxx

Anonymous said...

Var bara ein rútína fyrir alla smíðakennara á landi eða ???
Ég var í Vestmannaeyjum og veit svo nákvæmlega um hvað þið eruð að tala !!!
Verð að viðurkenna að smíði var ekki beint uppáhaldsgreinin mín og ég var heldur ekki mjög góð í henni, kannski vegna þessa að smíðakennarinn gerði allt fyrir mann, maður stóð bara hjá og "horfði" á hann vinna verkið fyrir mann að fullnu !!!

Það ættu allir skólar landsins að hafa svona kennar eins og þig, skapandi og skemmitlega :*

Og ég myndi sko fyrirgefa þér ef ég væri mamman sem fengi þetta fallaega glingur .....

Augnablik said...

Hehe ríkisrútínan..voða þæjó.
Nóg að gera hjá þínum áhugasama smíðakennara..sonna koddu með'etta ég skal sýna þér hvernig þetta er gert"og svo bara voila!Fengu ekki örugglega allir 10?;)
Ég veit hvað ég gef öllum í tækifærisgjafir hér eftir ;D
xxx
Kizz